expr:class='"loading" + data:blog.mobileClass'>

laugardagur, 3. maí 2014

Laugardagskvöld með meiru ....


Stefnan er sett á bústað næsta laugardag!
Ætlum að setja dömuna í pössun uppúr hádegi og bruna austur með vel völdu fólki. 
Það vill líka svo skemmtilega til að það er akkurat eurovison þennan sama dag. Ég hef reyndar aldrei verið neitt mikið eurovision fan, en ég fylgist með :) 

Það tíðkast í fjölskyldunni minni að fara í leik sem við köllum stigaleikinn. Reglurnar eru einfaldar :

Allir eiga 10 stig. Þú átt að gefa þeim lögum stig sem þér lýst best á, en þú mátt bara gefa eina tölu einu sinni. Td. ef þér finnst Finnland með gott lag og vilt gefa þeim 8, þá máttu ekki gefa neinu öðru landi 8! 
Það má bara nota heila tölur og það má ekki breyta eftir á. 
Þess vegna þarf að vanda valið vel ;) Þau lög sem þér finnst ekki verðskulda stig frá þér, fá bara 0!
Síðan er einn sem sér um að skrifa stigin á svo til gerða töflu!  
Svo er bara að fylgjast með stigagjöfinni og sjá hvort að þú veðjir á sigurlagið!
Þetta er mjög einfaldur leikur og það myndast alltaf skemmtileg stemming í kringum hann. 
Mæli með að þið prófið!

Nú fáum við hjúin ekki oft heilan dag,heilt kvöld, og heila nótt útaf fyrir okkur! Þannig að þegar það tækifæri gefst vill maður taka það alla leið. Ég hef viku til að undibúa þetta skemmtilega ferðalag okkar og er á fullu að skoða og fá hugmyndir... hér eru nokkrar : 

Ef að veður leyfir þá verður klárlega farið í kubb!
Splæsi í nýjasta Vogue! Ómissandi þegar maður fer í ferðalög.
Súkkulaðihjúpuð jarðaber...nomm nomm! Rakst á þessa skemmtilegu uppskrift
Þetta er besta rauðvín sem ég hef smakkað! Mamma gaf Magga það fyrir jólin 2013. Þegar ég ætlaði síðan að kaupa það aftur var mér sagt að þetta vín hafi aðeins verið selt um jólin. Ég bað þá um eitthvað vín sem að líktist þessu og mér var bent á þetta hérna:
Hrikalega gott, mæli með því!

 Síðan er auðvitað skylda þegar maður fer í bústað að borða sjúklega góðan morgunmat! Amerískar pönnukökur með sírópi, bláberjum, eggjum, ristuðu brauði, melónum, ískaldur appelsínudjús og síðan sjóðandi kaffi eftir á..mmmm hlakka til :) 

Læt þegar duga í bili! Ætla halda áfram að fá hugmyndir og skipuleggja eitthvað skemmtilegt. Nú er bara að vona og biðja veðurguðina um sól og hita næsta laugardag!