expr:class='"loading" + data:blog.mobileClass'>

laugardagur, 3. maí 2014

Laugardagskvöld með meiru ....


Stefnan er sett á bústað næsta laugardag!
Ætlum að setja dömuna í pössun uppúr hádegi og bruna austur með vel völdu fólki. 
Það vill líka svo skemmtilega til að það er akkurat eurovison þennan sama dag. Ég hef reyndar aldrei verið neitt mikið eurovision fan, en ég fylgist með :) 

Það tíðkast í fjölskyldunni minni að fara í leik sem við köllum stigaleikinn. Reglurnar eru einfaldar :

Allir eiga 10 stig. Þú átt að gefa þeim lögum stig sem þér lýst best á, en þú mátt bara gefa eina tölu einu sinni. Td. ef þér finnst Finnland með gott lag og vilt gefa þeim 8, þá máttu ekki gefa neinu öðru landi 8! 
Það má bara nota heila tölur og það má ekki breyta eftir á. 
Þess vegna þarf að vanda valið vel ;) Þau lög sem þér finnst ekki verðskulda stig frá þér, fá bara 0!
Síðan er einn sem sér um að skrifa stigin á svo til gerða töflu!  
Svo er bara að fylgjast með stigagjöfinni og sjá hvort að þú veðjir á sigurlagið!
Þetta er mjög einfaldur leikur og það myndast alltaf skemmtileg stemming í kringum hann. 
Mæli með að þið prófið!

Nú fáum við hjúin ekki oft heilan dag,heilt kvöld, og heila nótt útaf fyrir okkur! Þannig að þegar það tækifæri gefst vill maður taka það alla leið. Ég hef viku til að undibúa þetta skemmtilega ferðalag okkar og er á fullu að skoða og fá hugmyndir... hér eru nokkrar : 

Ef að veður leyfir þá verður klárlega farið í kubb!
Splæsi í nýjasta Vogue! Ómissandi þegar maður fer í ferðalög.
Súkkulaðihjúpuð jarðaber...nomm nomm! Rakst á þessa skemmtilegu uppskrift
Þetta er besta rauðvín sem ég hef smakkað! Mamma gaf Magga það fyrir jólin 2013. Þegar ég ætlaði síðan að kaupa það aftur var mér sagt að þetta vín hafi aðeins verið selt um jólin. Ég bað þá um eitthvað vín sem að líktist þessu og mér var bent á þetta hérna:
Hrikalega gott, mæli með því!

 Síðan er auðvitað skylda þegar maður fer í bústað að borða sjúklega góðan morgunmat! Amerískar pönnukökur með sírópi, bláberjum, eggjum, ristuðu brauði, melónum, ískaldur appelsínudjús og síðan sjóðandi kaffi eftir á..mmmm hlakka til :) 

Læt þegar duga í bili! Ætla halda áfram að fá hugmyndir og skipuleggja eitthvað skemmtilegt. Nú er bara að vona og biðja veðurguðina um sól og hita næsta laugardag!


mánudagur, 21. apríl 2014

My Workout Playlist


Þá eru páskarnir að baki og allt að detta í normal rútínu aftur. 
Ég er því fegin, enda búin að borða óhemju mikið magn af súkkulaði, og hlakka til að fara að fylgja aftur mínu matarplani. Mér finnst gott að vita alltaf að hverju ég geng. 
Á sunnudögum reyni ég að undirbúa alla vikuna þegar kemur að mat. Bæði fyrir mig og Magga og líka fyrir Írisi Rut. Ég kaupi inn það sem þarf að kaupa og mauka það sem þarf að mauka!

Worldclass fær auðvitað fjórar stjörnur fyrir að hafa opið alla páskana þannig að maður missti ekki af æfingu og gat þess vegna haldið sér á plani þar! Ég er að fá nýtt prógramm núna á miðvikudaginn og þá er um að gera að bæta við nokkrum nýjum smellum á playlistann minn! 

Ég er svo hugmyndasnauð þegar kemur að tónlist! En ég er búin safna í ágætan ræktarplaylist yfir tíðina og ætla að deila hérna með ykkur nokkrum random lögum svona í tilefni að því að páskarnir eru búnir og hversdagslífið að taka við.....

1. Animals - Martin Garrix

2. Sweat - Snoop Dogg vs.David Guetta 

3. Mr. Saxobeat - Radio Edit 

4. Work Bitch - Britney Spears 

5. Think About It - Naughty Boy ft.Wiz Khalifa

6. Black Skinhead - Kanye West 

7. Trumpsta - Djuro Remix 

8. Party We Will Throw Now - Nate Dogg & The game 

9. Victory - Puff Daddy & Notorious

10. Dirt of your shoulder - Jay Z 

11. Till I Collapse - Eminem 

12. Rap God - Eminem 

13. Dope Boys - The Game 

14. TKO - Justin Timberlake 

15. Talk Dirty - Jason Derulo feat 2. Chainz 

16. Only Girl ( In the World ) - Rihanna 

17. How We Do - The Game & 50 cent 

18. Bad Girls - M.I.A

19. Ayo Technology - 50 Cent & JT

20. Power - Kanye West 

21. Let´s Go - Trick Daddy 

22. No Church In the Wild - Jay Z & Kanye West 

23. Get Right - Young Jeezy 

24. Dancing on My Own - Robyn 

25. Hands up - Lloyd Banks & 50 Cent 

26. Everyday - Netsky Remix - Rusko 

27. Deeper - Ella Eyre 

28. One More Night - Maroon 5

29. #Selfie - The Chainsmokers

30. Feelin my self - Will I Am & Miley Cyrus 


31. Another Love (Zwette edit) - Tom Odell

32.  Rather Be feat. Jess Glynne - Clean Bandit

33. SexyBack - Justin Timberlake 

34. I Love it (feat. Charli XCX ) - Icon Pop 

35. Right Now - Rihanna & David Guetta 

36. Tonight ( I´m fucking you ) - Enrique Iglesias 

37. S&M - Rihanna 

38.  Blue Jeans - Geasaffelstein Remix - Lana Del Rey 

39. Danza Kuduro - Don Omar

40. Where have you been - Rihanna 

41. Why don´t you love me - Beyonce 

42. Katy on a Misson - Katy B 

43. Easy Please Me - Katy B 



Þetta eru þau lög, ásamt fleirum auðvitað sem koma mér í gang á æfingum. Það er svo mikilvægt að hlusta á eitthvað skemmtilegt þegar maður er að lyfta. Lenti í því um daginn að síminn minn tók uppá því að verða batteríslaus á sama tíma og steig fæti inní worldclass! Ég lét það svosem ekki á mig fá og tók mína æfingu, en þetta var klárlega ein leiðinlegasta æfing sem ég hef farið á, og mér leið bara eins og kjána lyftandi þarna í þögninni!

Voandi áttu þið góða páska elskurnar xoxo







fimmtudagur, 17. apríl 2014

Do I hear wedding bells?

Yes you do!

Nei ég er ekki að fara að gifta mig. En það eru örugglega margir að fara að gera það í sumar. Margir búnir að bíða í ár kanski tvö eftir stóra deginu og loksins er komið að þessu. 
Það er að mörgu að huga þegar kemur að brúðkaupi. Hvar mun athöfnin fara fram, hvar veislan verður haldin, brúðarkjólinn & jakkafötin hans, tónlistin, gjafalistinn, brúðarvöndurinn & brúðartertan og svo auðvitað brúðarförðunin... en þar kem ég inní!

Ég er að fara að farða fyrir brúðkaup í júní. Brúðurin er ekki alveg búin að mynda sér skoðun um hvernig förðunin á að vera og þá er mikilvægt að demba sér í rannsóknarvinnu!

En fyrst eru nokkrir punktar sem gott er að hafa í huga þegar kemur að brúðarförðun :

  • Á varaliturinn að vera í stíl við blómvöndinn? Mér finnst þetta var orðin gömul regla og alls ekki nauðsynleg. En skærbleikar rósir við rauðan varalit er kanski ekki alveg að virka. Þetta þarf að meta hverju sinni. 
  • Margir vilja meina að það sé nauðsynlegt að nota vatnshelda maskara því það er jú grátið í brúðkaupum. Flestir maskarar eru orðnir það góðir að þeir þola nokkur tár. Mér finnst vatnsheldir maskarar heldur aldrei koma jafn vel út.
  • Ekki plokka þig daginn áður! Farðu í plokkun og litun að minsta kosti viku fyrir stóra daginn. Húðin þarf tíma til að jafna sig. 
  • Vikureglan á líka við um ljósabekki og brúnkusprey
  • Ef brúðurin vill vera með gerviaugnhár þá er mikilvægt að hún hafi prófað það áður. Það er skrýtið að vera með gerviaugnhár og eitthvað sem maður þarf að venjast. Prófaðu það nokkrum sinnu fyrir stóra daginn og athugaðu hvort að það sé eitthvað sem þú fílar. 
  • Of skærir litir á nöglum dregur athygli frá kjólnum! Rauður litur brýtur td. upp hreinleikann. Hlutlausir litir eru ljósir, perluhvítir,ljósbrúnir og bleikir. 
  • Brúðurin ætti að fara í hárgreiðslu áður en hún kemur í förðun
  • Það er alveg sjálfsagt að gera prufuförðun en gott er að hafa í huga að förðunin verður aldrei alveg eins og hún var í prufutímanum.
  • Ef þú hefur tækifæri til taktu þá förðunarfræðinginn með þér í myndatökuna. Þú átt ekki að þurfa að hafa áhyggjur af því hvort að varaliturinn líti vel út, eða hvort það þurfi að bæta við smá kinnalit. Svo þarf auðvitað alltaf að farða brúðgumann aðeins.
  • Þetta passa förðunarfræðingar uppá, en ef brúðurin vill mála sig sjálf þá skal hún ekki farða háls og bringu nema nauðsyn þykir því að farði getur smitast í kjólinn og það viljum við ekki!  
 Ég fór á pinterest og fann nokkur lúkk sem mér finnst vera falleg og gætu hentað vel sem brúðarfarðanir. 

Vor/Sumar 

Mildur brúnn/bronz litaður augnskuggi notaður í skyggingu. Hvítur sanseraður í augnkróka og hvítur blýantur í vatnslínu. Náttúrulegar augabrúnir, og nude varir. Mjög fallegt.
 Elegant lúkk hér á ferð. Ljómandi húð, vel mótaðar augabrúnir. Eyeliner sem verður breiðari á endanum og aðeins tekin út. Nude varir.
 Ó hvað ég elska fallega sólkyssta bronz húð! Fallegur ljómi og highlight. Náttúrulegar augabrúnir. Mild augnförðun með brúnum og gylltum tónum. Glansandi ljósbleikar varir.
Þessi díva klikkar stundum í fatavali...en sárasjaldan í förðun! Áheyrslan er lögð á augun, og svartur eyeliner sem er tekin út. Mattar nude varir.
Sterkar varir að lokum. Ljósbrúnn/pínu útí orange notaður á augun ásamt hvítum lit í augnkróka. Mjög náttúrulegar augabrúnir og augnhár. Áberandi bleikur litur á varir.


Haust/Vetur 
 
 Mjög dökk smokey förðun og nude sanseraðar varir. Vel mótaðar augabrúnir. Þetta lúkk gæti hentað vel að vetri til, en myndi örugglega njóta sín best í kvöldbrúðkaupi.
 Aðeins ljósari smokey förðun með brúnum tónum. Smá litur á vörur sem eru mattar. 
 Þessi minnir mig á Jessa í Girls! Dökkar djúpar varir, ljós skygging á augum. Mjög töff, en kannski ekki fyrir alla.
Klassískar rauðar varir. Mjög sexy og elegant, og virka auðvitað bæði á veturnar og sumrin.

Þetta eru bara nokkrar hugmyndir. Það sem mestu máli skiptri er að vera maður sjálfur og velja það lúkk og þá liti sem þér finnst vera fallegir. Kíktu á pinterest eða aðrar síður, skoðaðu myndir og fáðu innblástur.

The Key is To Look Like Yourself, Only Better

þriðjudagur, 15. apríl 2014

Is it summer yet??

Mig langar til að splæsa í eitt sumarblogg þrátt fyrir að mér sýnist ég sjá snjóflyksur fyrir utan gluggann hjá mér!!
Það líður vonandi að því að maður geti farið að pakka niður þykku vetrar peysunum, og tekið upp opnu sandalana og sumarkjólana í staðin.
Það er algjör snilld að fara á pinterest og fá innblástur fyrir nýja árstíð í fatavali, förðun, hári ofl. 
Nokkrir hlutir sem ég verð að eignast fyrir sumarið eru : 

Opna támjóa skó! Helst nokkur pör svo ég eigi til skiptana.

 Ljósbláar skinny jeans eins og vinkona mín hún Miranda Kerr klæðist á þessari mynd 
Þessa fallegu skó úr sumarlínu Jimmy Choo ( maður má láta sér dreyma )

Sumarlínan frá Lancome er ekkert smá flott í ár! Ég er að fíla þennan djúpa bláa lit! Hefði ekkert á móti því að skarta þessu fallega makeupi í sumar.

Síðan langar mig í hvítan sumarkjól. Ég fór á stúfana og endaði inná heimasíðu Ralph Lauren. Vor og sumarlínan hans núna 2014 er geðveik! Ég hef aldrei orðið jafn ástfangin af heillri línu eins og þessari. Mér finnst öll lúkkin flott og mig langar í þau öll!! 
Læt nokkrar myndir fylgja....




 Ég mæli með að þið kíkið inná http://www.ralphlauren.com og fáið innblástur! 
Ef þið eruð að leita ykkur að einhverju skemmtilegu til að gera í kvöld þá mæli ég með að þið kíkið á nudemagazine.is. Það var að koma út nýtt blað :) 
Las einmitt í því blaði um bíómynd sem kom út í mars um Yves Saint Laurent. Klárlega næsta mynd sem ég ætla að sjá!! Hér er trailer....

À la prochaine.....


laugardagur, 12. apríl 2014

The Books on my Nightstand


Á laugardögum reyni ég að gera bara hluti sem mér finnst skemmtilegir. Þvottur og leirtau getur beðið til morguns.
Þegar maður á ungabarn þá er ekki í boði að sofa lengur en til 7:30. En við gerum bara gott úr því!

Fjölskyldan skellti sér í göngutúr fyrir hádegi í miðbænum!




Því næst kíktum við á bókasafnið! Ég veit ekkert betra en að setjast niður í ró og næði þegar Íris Rut er farin að sofa og gleyma mér í góðri bók!
Þær bækur sem urðu fyrir valinu að þessu sinni....




1.  Women, Work and the Will to Lead - Sheryl Sandberg 
2. Einvígið - Arnaldur Indriðason ( elska bækurnar hans )
3.Christian Dior The Man Who Made The World Look New - Stanley Marcus 
4. Tískubókin í Stíl við þig - Eva Dögg 
5. Synir Duftsins - Arnaldur Indriðason 
6. The man who mistook his wife for a hat - Oliver Sacks 
7. Marie Claire - Mars 2014
8. Vogue - Apríl 2014

“Good friends, good books, and a sleepy conscience: this is the ideal life.” 
- Mark Twain 



föstudagur, 11. apríl 2014

So you wanna be a Pin-Up Girl!

"It`s not about seducing men, it"s about embracing womanhood"
Dita Von Teese
 
Þrátt fyrir rigningu og rok þá látum við íslendingar það sjaldan á okkur fá!
Stelpurnar skella sér í hælaskóna og strákarnir hnýta bindishnútinn afþví að það er komin föstudagur! 
Í tilefni af því ætla ég að deila með ykkur lúkki sem ég persónulega er ótrúlega hrifin af!

PIN-UP LOOK

Þetta lúkk er classy en á sama tíma ótrúlega sexy! Mjög einfalt og fljótlegt. 
Basic hlutir sem þú þarft til að ná þessu lúkki 
- Augnskuggar / einn ljós og einn dekri í þeim lit sem þú vilt. Ég mæli með brúnum eða gráum tónum.
- Svartan blautan eyeliner 
- Svartan blýant 
- Rauðan varalit
Prófið að gera augun fyrst áður en þið setjið á ykkur meik. Þannig getið þið lagað mjög auðveldlega ef eitthvað fer úrskeiðis með eyelinerinn.
Langar að deila með ykkur myndbandi sem vinkona mín Kandee Johnson gerði. Ég kynntist þessari youtube dívu þegar ég sat ein heima hjá mér á rigningardegi eins og þessum og skoðaði förðunar video.
Hér sýnir hún okkur hvernig á að gera Pin-Up lúkk!
( Þið þurfið ekki að eiga fullt af penslum til þess að ná fram þessu lúkki. Áður en ég lærði förðun átti ég bara einn pensil og ég gat gert heilan helling! )




Á meðan þið farið út og málið bæinn rauðann eins og sannri Pin-Up dömu sæmir, þá ætla ég að hlamma mér uppí sófa, undir teppi og horfa á góða mynd. Ef þið eruð í sömu hugleiðingum þá mæli ég með þessari hérna ef þið hafið ekki séð hana nú þegar .......


Hafið það gott í kvöld!



fimmtudagur, 10. apríl 2014

Keep Calm And.....

Aunháralenging er snilld!
Það sparar tíma, þú lítur alltaf vel út og þú þarft aldrei að setja á þig og taka af þér maskara frekar en þú vilt.
Ég prófaði augnháralengingar í fyrsta skipti í júní 2013. Ég átti von á dóttur minni í heiminn tveimur mánuðum seinna, og litlu barni fylgja margar heimsóknir frá vinum og vandamönnum og ekki hefur maður mikinn tíma til þess að gera sig til með lítið ungabarn!  

Augnháralengingar virka þannig að eitt og eitt gerviaugnhár er límt á þín eigin. Meðferðin tekur klukkutíma, einn og hálfan og þú þarf að fara í lagfæringu á 4-6 vikna fresti. 

Ég hafði farið á sömu stofu í 10 mánuði og langaði að breyta til. Ég pantaði mér tíma hjá stelpunum í Makeover sem er snyrtistofa í Kópavogi. Þar kostar ný lenging 8.500 kr sem er mjög ódýrt miðað við aðrar stofur og lagfæring er á milli 4.500-6.700. 
Ég er alveg ótrúlega ánægð með útkomuna! Ég vil líka hafa augnhárin extra löng, og þær bjóða uppá margar lengdir alveg frá 6mm uppí 14mm. Ég hafði alltaf verið með 10mm en skellti mér í 13mm og sé sko ekki eftir því!!


Ég hugsa dæmið svona. Góður maskari er að kosta á bilinu 5000-7000 kr. Það er auðvitað hægt að fá mun ódýrari maskara en mér finnst þeir bara ekki jafn góðir! Ég þarf maskara sem þykkir, lengir og sveigir. Mínir uppáhalds eru :

Volume Effect Faux Cils frá - YSL. Þessi maskari er algjör snilld! Þetta er þykk formúla, alveg kolsvört og þú þarft ekki mikið af honum. Á augabragði er maður komin með löng og þykk augnhár! Þessi maskari gefur manni algjört glamúr lúkk! Það eina sem ég get sett útá hann er að mér finnst formúlan þorna upp frekar fljótt! Hann dugar í max 4 vikur. En hann er klárlega þess virði og gerir mikið fyrir lítil og ljós augnhár eins og mín :)

 og 
Lash Queen Sexy Blacks frá - Helenu Rubinstein ( drottningu maskarana ). Þessi maskari krullar og sveigir augnhárin! Fábær maskari dagsdaglega. Formúlan er létt og burstinn er þægilegur. Hann er ekki jafn dramatískur og YSL maskarinn, en ég hef ekkert útá hann að setja. Hann er bara frábær!


Ef maður notar maskara á hverjum degi þá er hann að endast í svona 4-6 vikur. Mestalagi 8 vikur! Reglan er allavega sú að maskarar endast ekki lengur en 3 mánuði. Hvort sem það er rándýr maskari eða ódýr maskari, 3 mánuðir er algjört hámark. 
Mér finnst ekki vera mikill verðmunur á að fara í lengingar á 4-6 vikna fresti eða kaupa mér maskara á 4-6 vikna fresti!

 Ef ykkur langar til að prófa augnháraleningar farið þá á snyrtistofu til fagaðila. Einhverjar stelpur þarna úti eru að bjóða uppá lengingar þar sem þær líma 3-4 gerviaugnhár á eitt augnhár hjá þér! Það kemur alls ekki vel út, getur farið mjög illa með þín eigin augnhár, og endist ekki næstum því jafn lengi. Ekki taka áhættu með augnhárin þín, þú átt ekki endalaust af þeim :)

miðvikudagur, 9. apríl 2014

You can do it!

Íris Rut er búin að taka miklum framförum í sjúkraþjálfun.
Við erum hjá henni Margréti Ágústu í Hafnafirði, en hún sérhæfir sig í barnasjúkraþjálfun. Ég skal alveg viðurkenna það að ég var virkilega buguð mamma eftir fyrsta tímann hjá henni Margréti, þar sem við fengum þær fréttir að 95% barna á hennar aldri ( 7 mánaða ) væru með betri hreyfigetu en hún. 
En við fengum æfingar til þess að gera heima og það þýðir ekkert annað en að hefjast handa og byrja að þjálfa þessa litlu dekur prinsessu!



Núna tveimur vikum seinna er ekkert smá mikið búið að gerast! Hún er byrjuð að snúa sér sjálf af bakinu á magann. Hún situr alveg ein og óstudd, og er meira segja byrjuð að skemmta sér prýðilega á maganum, en það var eitthvað sem hún vildi helst forðast að gera. Núna erum við að æfa hana í að setjast sjálf upp, og rúlla sér af vinstri hliðinni.
Hún verður bara farin að ganga áður en maður veit af!

Hér er ein mynd af henni sem ég tók fyrir svefninn í nýju náttfötunum frá ömmu Ingu!


En yfir í aðra sálma! Nú er ég búin að vera í þjálfun hjá stelpunum í Betri Árangur í 6 vikur takk fyrir! Í dag skilaði ég inn mælingum og myndum og viti menn, stelpan er bara búin að standa sig nokkuð vel!! 
Veit samt ekki alveg hvað Magga finnst um þetta allt saman. Ég fylgi mjög ströngu matarplani sem er hannað fyrir grænmetisætuna mig. Maggi skilur ekki alveg þennan mat, en ég er alltaf voðalega ánægð með þessar nýju uppskriftir sem ég er að prófa. Svo sitjum við saman og ég bíð spennt eftir að vita hvað honum finnst um þessa dýrindis máltíð .....


Læt þetta duga í bili ... þanga til næst!