expr:class='"loading" + data:blog.mobileClass'>

föstudagur, 11. apríl 2014

So you wanna be a Pin-Up Girl!

"It`s not about seducing men, it"s about embracing womanhood"
Dita Von Teese
 
Þrátt fyrir rigningu og rok þá látum við íslendingar það sjaldan á okkur fá!
Stelpurnar skella sér í hælaskóna og strákarnir hnýta bindishnútinn afþví að það er komin föstudagur! 
Í tilefni af því ætla ég að deila með ykkur lúkki sem ég persónulega er ótrúlega hrifin af!

PIN-UP LOOK

Þetta lúkk er classy en á sama tíma ótrúlega sexy! Mjög einfalt og fljótlegt. 
Basic hlutir sem þú þarft til að ná þessu lúkki 
- Augnskuggar / einn ljós og einn dekri í þeim lit sem þú vilt. Ég mæli með brúnum eða gráum tónum.
- Svartan blautan eyeliner 
- Svartan blýant 
- Rauðan varalit
Prófið að gera augun fyrst áður en þið setjið á ykkur meik. Þannig getið þið lagað mjög auðveldlega ef eitthvað fer úrskeiðis með eyelinerinn.
Langar að deila með ykkur myndbandi sem vinkona mín Kandee Johnson gerði. Ég kynntist þessari youtube dívu þegar ég sat ein heima hjá mér á rigningardegi eins og þessum og skoðaði förðunar video.
Hér sýnir hún okkur hvernig á að gera Pin-Up lúkk!
( Þið þurfið ekki að eiga fullt af penslum til þess að ná fram þessu lúkki. Áður en ég lærði förðun átti ég bara einn pensil og ég gat gert heilan helling! )




Á meðan þið farið út og málið bæinn rauðann eins og sannri Pin-Up dömu sæmir, þá ætla ég að hlamma mér uppí sófa, undir teppi og horfa á góða mynd. Ef þið eruð í sömu hugleiðingum þá mæli ég með þessari hérna ef þið hafið ekki séð hana nú þegar .......


Hafið það gott í kvöld!



Engin ummæli:

Skrifa ummæli