expr:class='"loading" + data:blog.mobileClass'>

fimmtudagur, 10. apríl 2014

Keep Calm And.....

Aunháralenging er snilld!
Það sparar tíma, þú lítur alltaf vel út og þú þarft aldrei að setja á þig og taka af þér maskara frekar en þú vilt.
Ég prófaði augnháralengingar í fyrsta skipti í júní 2013. Ég átti von á dóttur minni í heiminn tveimur mánuðum seinna, og litlu barni fylgja margar heimsóknir frá vinum og vandamönnum og ekki hefur maður mikinn tíma til þess að gera sig til með lítið ungabarn!  

Augnháralengingar virka þannig að eitt og eitt gerviaugnhár er límt á þín eigin. Meðferðin tekur klukkutíma, einn og hálfan og þú þarf að fara í lagfæringu á 4-6 vikna fresti. 

Ég hafði farið á sömu stofu í 10 mánuði og langaði að breyta til. Ég pantaði mér tíma hjá stelpunum í Makeover sem er snyrtistofa í Kópavogi. Þar kostar ný lenging 8.500 kr sem er mjög ódýrt miðað við aðrar stofur og lagfæring er á milli 4.500-6.700. 
Ég er alveg ótrúlega ánægð með útkomuna! Ég vil líka hafa augnhárin extra löng, og þær bjóða uppá margar lengdir alveg frá 6mm uppí 14mm. Ég hafði alltaf verið með 10mm en skellti mér í 13mm og sé sko ekki eftir því!!


Ég hugsa dæmið svona. Góður maskari er að kosta á bilinu 5000-7000 kr. Það er auðvitað hægt að fá mun ódýrari maskara en mér finnst þeir bara ekki jafn góðir! Ég þarf maskara sem þykkir, lengir og sveigir. Mínir uppáhalds eru :

Volume Effect Faux Cils frá - YSL. Þessi maskari er algjör snilld! Þetta er þykk formúla, alveg kolsvört og þú þarft ekki mikið af honum. Á augabragði er maður komin með löng og þykk augnhár! Þessi maskari gefur manni algjört glamúr lúkk! Það eina sem ég get sett útá hann er að mér finnst formúlan þorna upp frekar fljótt! Hann dugar í max 4 vikur. En hann er klárlega þess virði og gerir mikið fyrir lítil og ljós augnhár eins og mín :)

 og 
Lash Queen Sexy Blacks frá - Helenu Rubinstein ( drottningu maskarana ). Þessi maskari krullar og sveigir augnhárin! Fábær maskari dagsdaglega. Formúlan er létt og burstinn er þægilegur. Hann er ekki jafn dramatískur og YSL maskarinn, en ég hef ekkert útá hann að setja. Hann er bara frábær!


Ef maður notar maskara á hverjum degi þá er hann að endast í svona 4-6 vikur. Mestalagi 8 vikur! Reglan er allavega sú að maskarar endast ekki lengur en 3 mánuði. Hvort sem það er rándýr maskari eða ódýr maskari, 3 mánuðir er algjört hámark. 
Mér finnst ekki vera mikill verðmunur á að fara í lengingar á 4-6 vikna fresti eða kaupa mér maskara á 4-6 vikna fresti!

 Ef ykkur langar til að prófa augnháraleningar farið þá á snyrtistofu til fagaðila. Einhverjar stelpur þarna úti eru að bjóða uppá lengingar þar sem þær líma 3-4 gerviaugnhár á eitt augnhár hjá þér! Það kemur alls ekki vel út, getur farið mjög illa með þín eigin augnhár, og endist ekki næstum því jafn lengi. Ekki taka áhættu með augnhárin þín, þú átt ekki endalaust af þeim :)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli