expr:class='"loading" + data:blog.mobileClass'>

fimmtudagur, 17. apríl 2014

Do I hear wedding bells?

Yes you do!

Nei ég er ekki að fara að gifta mig. En það eru örugglega margir að fara að gera það í sumar. Margir búnir að bíða í ár kanski tvö eftir stóra deginu og loksins er komið að þessu. 
Það er að mörgu að huga þegar kemur að brúðkaupi. Hvar mun athöfnin fara fram, hvar veislan verður haldin, brúðarkjólinn & jakkafötin hans, tónlistin, gjafalistinn, brúðarvöndurinn & brúðartertan og svo auðvitað brúðarförðunin... en þar kem ég inní!

Ég er að fara að farða fyrir brúðkaup í júní. Brúðurin er ekki alveg búin að mynda sér skoðun um hvernig förðunin á að vera og þá er mikilvægt að demba sér í rannsóknarvinnu!

En fyrst eru nokkrir punktar sem gott er að hafa í huga þegar kemur að brúðarförðun :

  • Á varaliturinn að vera í stíl við blómvöndinn? Mér finnst þetta var orðin gömul regla og alls ekki nauðsynleg. En skærbleikar rósir við rauðan varalit er kanski ekki alveg að virka. Þetta þarf að meta hverju sinni. 
  • Margir vilja meina að það sé nauðsynlegt að nota vatnshelda maskara því það er jú grátið í brúðkaupum. Flestir maskarar eru orðnir það góðir að þeir þola nokkur tár. Mér finnst vatnsheldir maskarar heldur aldrei koma jafn vel út.
  • Ekki plokka þig daginn áður! Farðu í plokkun og litun að minsta kosti viku fyrir stóra daginn. Húðin þarf tíma til að jafna sig. 
  • Vikureglan á líka við um ljósabekki og brúnkusprey
  • Ef brúðurin vill vera með gerviaugnhár þá er mikilvægt að hún hafi prófað það áður. Það er skrýtið að vera með gerviaugnhár og eitthvað sem maður þarf að venjast. Prófaðu það nokkrum sinnu fyrir stóra daginn og athugaðu hvort að það sé eitthvað sem þú fílar. 
  • Of skærir litir á nöglum dregur athygli frá kjólnum! Rauður litur brýtur td. upp hreinleikann. Hlutlausir litir eru ljósir, perluhvítir,ljósbrúnir og bleikir. 
  • Brúðurin ætti að fara í hárgreiðslu áður en hún kemur í förðun
  • Það er alveg sjálfsagt að gera prufuförðun en gott er að hafa í huga að förðunin verður aldrei alveg eins og hún var í prufutímanum.
  • Ef þú hefur tækifæri til taktu þá förðunarfræðinginn með þér í myndatökuna. Þú átt ekki að þurfa að hafa áhyggjur af því hvort að varaliturinn líti vel út, eða hvort það þurfi að bæta við smá kinnalit. Svo þarf auðvitað alltaf að farða brúðgumann aðeins.
  • Þetta passa förðunarfræðingar uppá, en ef brúðurin vill mála sig sjálf þá skal hún ekki farða háls og bringu nema nauðsyn þykir því að farði getur smitast í kjólinn og það viljum við ekki!  
 Ég fór á pinterest og fann nokkur lúkk sem mér finnst vera falleg og gætu hentað vel sem brúðarfarðanir. 

Vor/Sumar 

Mildur brúnn/bronz litaður augnskuggi notaður í skyggingu. Hvítur sanseraður í augnkróka og hvítur blýantur í vatnslínu. Náttúrulegar augabrúnir, og nude varir. Mjög fallegt.
 Elegant lúkk hér á ferð. Ljómandi húð, vel mótaðar augabrúnir. Eyeliner sem verður breiðari á endanum og aðeins tekin út. Nude varir.
 Ó hvað ég elska fallega sólkyssta bronz húð! Fallegur ljómi og highlight. Náttúrulegar augabrúnir. Mild augnförðun með brúnum og gylltum tónum. Glansandi ljósbleikar varir.
Þessi díva klikkar stundum í fatavali...en sárasjaldan í förðun! Áheyrslan er lögð á augun, og svartur eyeliner sem er tekin út. Mattar nude varir.
Sterkar varir að lokum. Ljósbrúnn/pínu útí orange notaður á augun ásamt hvítum lit í augnkróka. Mjög náttúrulegar augabrúnir og augnhár. Áberandi bleikur litur á varir.


Haust/Vetur 
 
 Mjög dökk smokey förðun og nude sanseraðar varir. Vel mótaðar augabrúnir. Þetta lúkk gæti hentað vel að vetri til, en myndi örugglega njóta sín best í kvöldbrúðkaupi.
 Aðeins ljósari smokey förðun með brúnum tónum. Smá litur á vörur sem eru mattar. 
 Þessi minnir mig á Jessa í Girls! Dökkar djúpar varir, ljós skygging á augum. Mjög töff, en kannski ekki fyrir alla.
Klassískar rauðar varir. Mjög sexy og elegant, og virka auðvitað bæði á veturnar og sumrin.

Þetta eru bara nokkrar hugmyndir. Það sem mestu máli skiptri er að vera maður sjálfur og velja það lúkk og þá liti sem þér finnst vera fallegir. Kíktu á pinterest eða aðrar síður, skoðaðu myndir og fáðu innblástur.

The Key is To Look Like Yourself, Only Better

Engin ummæli:

Skrifa ummæli