Íris Rut er búin að taka miklum framförum í sjúkraþjálfun.
Við erum hjá henni Margréti Ágústu í Hafnafirði, en hún sérhæfir sig í barnasjúkraþjálfun. Ég skal alveg viðurkenna það að ég var virkilega buguð mamma eftir fyrsta tímann hjá henni Margréti, þar sem við fengum þær fréttir að 95% barna á hennar aldri ( 7 mánaða ) væru með betri hreyfigetu en hún.
En við fengum æfingar til þess að gera heima og það þýðir ekkert annað en að hefjast handa og byrja að þjálfa þessa litlu dekur prinsessu!
Núna tveimur vikum seinna er ekkert smá mikið búið að gerast! Hún er byrjuð að snúa sér sjálf af bakinu á magann. Hún situr alveg ein og óstudd, og er meira segja byrjuð að skemmta sér prýðilega á maganum, en það var eitthvað sem hún vildi helst forðast að gera. Núna erum við að æfa hana í að setjast sjálf upp, og rúlla sér af vinstri hliðinni.
Hún verður bara farin að ganga áður en maður veit af!
Hér er ein mynd af henni sem ég tók fyrir svefninn í nýju náttfötunum frá ömmu Ingu!
En yfir í aðra sálma! Nú er ég búin að vera í þjálfun hjá stelpunum í Betri Árangur í 6 vikur takk fyrir! Í dag skilaði ég inn mælingum og myndum og viti menn, stelpan er bara búin að standa sig nokkuð vel!!
Veit samt ekki alveg hvað Magga finnst um þetta allt saman. Ég fylgi mjög ströngu matarplani sem er hannað fyrir grænmetisætuna mig. Maggi skilur ekki alveg þennan mat, en ég er alltaf voðalega ánægð með þessar nýju uppskriftir sem ég er að prófa. Svo sitjum við saman og ég bíð spennt eftir að vita hvað honum finnst um þessa dýrindis máltíð .....
Læt þetta duga í bili ... þanga til næst!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli