Mig langar til að splæsa í eitt sumarblogg þrátt fyrir að mér sýnist ég sjá snjóflyksur fyrir utan gluggann hjá mér!!
Það líður vonandi að því að maður geti farið að pakka niður þykku vetrar peysunum, og tekið upp opnu sandalana og sumarkjólana í staðin.
Það er algjör snilld að fara á pinterest og fá innblástur fyrir nýja árstíð í fatavali, förðun, hári ofl.
Nokkrir hlutir sem ég verð að eignast fyrir sumarið eru :
Opna támjóa skó! Helst nokkur pör svo ég eigi til skiptana.
Ljósbláar skinny jeans eins og vinkona mín hún Miranda Kerr klæðist á þessari mynd
Þessa fallegu skó úr sumarlínu Jimmy Choo ( maður má láta sér dreyma )
Sumarlínan frá Lancome er ekkert smá flott í ár! Ég er að fíla þennan djúpa bláa lit! Hefði ekkert á móti því að skarta þessu fallega makeupi í sumar.
Síðan langar mig í hvítan sumarkjól. Ég fór á stúfana og endaði inná heimasíðu Ralph Lauren. Vor og sumarlínan hans núna 2014 er geðveik! Ég hef aldrei orðið jafn ástfangin af heillri línu eins og þessari. Mér finnst öll lúkkin flott og mig langar í þau öll!!
Læt nokkrar myndir fylgja....
Ég mæli með að þið kíkið inná http://www.ralphlauren.com og fáið innblástur!
Ef þið eruð að leita ykkur að einhverju skemmtilegu til að gera í kvöld þá mæli ég með að þið kíkið á nudemagazine.is. Það var að koma út nýtt blað :)
Las einmitt í því blaði um bíómynd sem kom út í mars um Yves Saint Laurent. Klárlega næsta mynd sem ég ætla að sjá!! Hér er trailer....
À la prochaine.....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli